Ratsjá

Greinar Ummæli

Super Bowl 2013

12 February, 2013

Þrátt fyrir að vera dýrasta 30 sek sjónvarpspláss í heimi þá eins og alltaf er Ofurskálin í Bandaríkjunum (e. Super bowl) mikil hátíð auglýsinga. Hér eru nokkrar góðar (og jafnvel skemmtilega furðulegar)

Coke er líka alltaf með þetta

Doritos er alltaf með frumlegar auglýsingar

Bílaframleiðendur keppast um athyglina (50% af top 20 vörumerkjunum sem auglýsa í ofurskálinni eru bílaframleiðendur)

og hér er önnur

Svo er líka alltaf vinsælt að nota fræga fólkið til þess að fanga athyglina (þessi auglýsing er með yfir 14 milljónir áhorf á Youtube)

Ef þetta nægir þér ekki þá er hægt að nálgast fleiri hér

Senda grein Ertu með athugasemd?

Bestu auglýsingar ársins 2012*

19 December, 2012

Eins og alltaf þá er þetta tíminn fyrir listana yfir það sem best fór á árinu og eru auglýsingar þar engin undantekning.

Hér er listinn yfir þær 10 bestu skv. Adweek, í fyrsta sætið þetta árið er auglýsing “The Guardian” um Þrjá litla grísi

Í öðru sæti var fremur óvenjuleg auglýsing frá Nike sem hitti beint í mark

Í þriðja sæti var svo mjög krúttleg auglýsing frá norska flugfélaginu Widerøe – einföld en eftirminnileg

Sjá svo auglýsingarnar sem lentu í 4 – 10 sæti hér fyrir neðan – njótið:

Hvaða auglýsing fannst þér standa upp úr á árinu?

Sjá grein hér

Senda grein Ertu með athugasemd?

Ólympíuleikarnir eru á næsta leyti

18 April, 2012

sem þýðir hellingur af nýjum auglýsingum frá kostendum. Hér eru nokkur dæmi – verði ykkur að góðu:

Þessi Adidas auglýsing með David Beckham er mest deilda auglýsingin á meðal kostenda leikanna

Cadbury’s hafa líka komið með fullt af skemmtilegum auglýsingum síðustu ár (hvar mann ekki eftir trommandi górillunni) og hafa nú fyrir Ólympíuleikanna farið undir sjávarmál – mjög litrík og skemmtileg auglýsing

Coca Cola sem er einn af aðal kostendum leikanna hefur fengið hinn breska Mark Ronson í lið við sig til þess að búa til danslag úr hljóðum frá 5 keppendum á Ólympíuleikunum

Þeir eru ekki einir um að nota sjálfa keppendurna í auglýsigingunum – Visa og BP gera það sama

Senda grein Ertu með athugasemd?

Að lokinni Ofurskál

17 February, 2012

Auglýsingahátíðin í kringum Super Bowl í Bandaríkjunum er ansi kostnaðarsöm fyrir þá sem í henni taka þátt. Það er því góður kostur ef auglýsingarnar gera eitthvað gagn og ná til áhorfenda, en það er nú sennilega ekki alltaf raunin. Gagnaöflunarfyrirtækið Nielsen mælir allt milli himins og jarðar á auglýsingamarkaði, meðal annars hvaða Super Bowl auglýsingar það eru sem áhorfendum líkaði best við og hvaða auglýsingar voru eftirminnilegastar.
Markaðsdeild Doritos ætti að vera ánægð með auglýsingastofu sína því auglýsing þeirra mældist bæði eftirminnilegasta auglýsingin í Super Bowl og var einnig sú auglýsing sem flestum líkaði best við. Þarna er sjaldnast samansem merki á milli þegar kemur að auglýsingum í Super Bowl.

Ekki nóg með það heldur var önnur auglýsing frá Doritos í öðru sæti yfir þær auglýsingar sem áhorfendum líkaði best við og í þriðja sæti yfir eftirminnilegustu auglýsingarnar.

Það sem kemur kannski á óvart er að sú auglýsing sem var einna mest í umræðunni dagana eftir Super Bowl, auglýsing Chrysler með Clint Eastwood sem sögumann, komst ekki inná topp tíu yfir eftirminnilegustu auglýsingarnar.

Lista Nielsen má sjá hér.

Senda grein Ertu með athugasemd?

Samstarf milli BBC og Perspective Media gæti breytt sjónvarpsreynslu okkar eins og við þekkjum hana í dag

8 February, 2012

intelÞað þekkja kannski ekki allir Perspective Media – en fleiri sem kannast samt við verkin þeirra eins og t.d. “The Museum of Me” þar sem Facebook í samstarfi við Intel breyttu lífi þínu í listasýningu eða þegar Google setti fæðingarstað þinn inní tónlistarmyndband með Arcade Fire “The Wilderness Downtown“. Þetta og fleira hafa þeir unnið og eru núna hugsanlega að taka þetta lengra og setja þessa upplifun í sjónvarpið. Fyrir utan það að breyta sjónvarpi algjörlega þá mun þetta væri frábært tækifæri fyrir auglýsendur þar sem þeir geta gert auglýsingar mun persónulegri og skemmtilegri í framtíðinni.

Sjá grein hér

Senda grein Ertu með athugasemd?

Mest deildu “Super Bowl” auglýsingar allra tíma

20 January, 2012

Núna eru aðeins rúmar 2 vikur í “Super Bowl” og eins og flestir vita að þá eru auglýsingahléin í leiknum oft þau skemmtilegustu (og jafnvel þau lengstu) sem um getur í bandarískum fjölmiðlum. Keppst er um að ná sem mestri athygli því sekúndan er líka ein sú dýrasta í þessum leik. Sem upphitun fyrir leikinn þá eru hérna nokkrar góðar og mest deildu auglýsingar “Super Bowl” allra tíma. Góða skemmtun!

Senda grein Ertu með athugasemd?

Góðar sjónvarpsauglýsingar 2011

22 December, 2011

Nú í lok árs er vinsælt að búa til lista yfir allt hvað eina sem þótti vont og gott árið 2011. Margir listar yfir bestu auglýsingar ársins (og þær verstu) hafa verið birtir að undanförnu og virðist krúttlega Svarthöfðaauglýsingin frá Volkswagen hafa slegið í gegn hjá flestum sem fylgjast með auglýsingabransanum. Meðal annars valdi Adweek þessa auglýsing þá bestu ársins:

Adweek listann allan má sjá með því að smell hér.

Þau hjá Adweek birta einnig stórskemmtilegan lista þar sem teknar hafa verið saman 30 fríkuðustu auglýsingar ársins 2011. Listann má sjá hér, en á honum er þessi auglýsing frá Sony Ericsson:

Auglýsing frá Google þykir þeim hjá Time.com vera sú besta á árinu. Þar er sögð saga föður sem skrifar tölvupósta til dóttur sinnar með hjálp Gmail. Voða sætt og krúttlegt. Hér á landi þætti sennilega mörgum þetta yfirþyrmandi væmið en svona fellur í kramið fyrir Westan:

Top 10 lista Time.com má sjá hér.

Senda grein Ertu með athugasemd?

Þrjár leiðir til þess að nota Youtube til að auka umferð á vefsíðuna þína

21 December, 2011

Youtube

Ef þú hefur velt fyrir þér hvernig hægt sé að fá fólk af Youtube yfir á þína vefsíðu, þá eru hér 3 einföld og góð ráð:

1. Segðu fólki nákvæmlega hvað það á að gera í skilaboðunum þínum: Eins augljóst og þetta hljómar þá gleymist þetta oft. T.d smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar.

2. Þegar þú setur inn nýtt myndband á Youtube ekki gleyma að setja inn texta sem lýsir því. Flestir nýta sér þetta ekki. Einnig er mikilvægt að setja inn vefslóðina og að biðja fólk um að smella á myndbandið “call to action”

3. Þriðja leiðin er að nota svokallað “Call to action overlayÞetta er einfaldur vefborði sem situr ofan á myndbandinu þínu. Það er mjög auðvelt að gera þetta og mun skila sér í aukinni umferð á vefsíðuna þína.

Heimild: www.socialmediaexaminer.com

Senda grein Ertu með athugasemd?

Eru afsláttarmiðar framtíðin fyrir fyrirtæki á Facebook?

14 December, 2011

Facebook2Það er mikið talað um að verslun innan samfélagsmiðla sé framtíðin. En þrátt fyrir mikið tal þá hafa tækifærin ekki verið mörg. Núna lítur út fyrir að Facebook sé búið að finna út úr tæknilegum byrjunarerfiðleikum og sé farið að bjóða afsáttarmiða í auglýsingum sínum á síðunni. Þetta gæti verið mjög góð aðferð fyrir fyrirtæki að ná neytendum inní verslanir sínar og því líklega mun meira virði heldur en að fá einfaldlega bara “like” frá þeim. Við hlökkum til þess að sjá hvernig þetta á eftir að reynast hér á landi.

Heimild: http://www.simplyzesty.com

Senda grein Ertu með athugasemd?

Fréttablaðið hækkar verðskrá

7 October, 2011

Næsta mánudag mun ný verðskrá taka gildi hjá Fréttablaðinu. Breytingin felur í sér hækkun á auglýsingaverði sem nemur 4% og er þetta í annað sinn á þessu ári sem Fréttablaðið hækkar verðskrá sína, síðast í janúar hækkaði blaðið verðskrána einnig um 4%.

Senda grein Ertu með athugasemd?